Föstudagur á cafe optimistanum.

Föstudagur á ný. Sit hérna inn á kaffistað hér í Odense sem heitir því merka nafni Cafe Optimisten. Þetta er staður sem er rekinn og held ég alveg örugglega í eigu íslendinga hér í bæ. Ekki frá því að nafngiftin sé alveg í takt og að auki þá í miðjum rökkvuðum reyknum þá er ekki laust við að manni detti í hug nafn á netagerð heima á Íslandi. Ef þið fattið þennan ekki þá megið þið senda mér póst til að fá nánari skýringu.
Staðurinn er ?kúl? og jafnvel svalur. Er að spá í að kíkja hérna í kvöld kannski og tékka á stemmingunni. Væri fróðlegt að sjá hvort það verði einhver slangur af þjóðbræðrum og þjóðsystrum hér í kvöld að fá sér í tána á gamla móðinn. Kannski ekki svo gamalt.

Skólinn var alveg ágætur í dag. Lærðum um innkaupapælingar og þrátt fyrir að efnið hljómi þurrara en húðin á búskmanni á sólskinsdegi þá var þetta bara nett gaman og margar pælingar skemmtilegar.

Á morgun spilar liðið sem ég æfi með einn leik á heimavelli. Ég verð að öllum líkindum á bekknum, enda sárvantar menn. Held að það sé frekar af illri nauðsyn að ég verði á leikskýrslu. Er einmitt búinn að afboða mig á landsliðsæfingu heima vegna þessa leiks. Vona að landsliðsþjálfarinn skilji mikilvægi þessa leiks.

Jamm, annars er bara allt svo sem fínt að frétta, maður er bara í sama pakkanum. Skóli, samviskubit yfir því að vera ekki búinn að lesa meira, peningalaus, kvenmannslaus, bráðum nærbuxnalaus (þarf að þvo:o) ), smá svefn inn á milli og já svo er ég líka viðþolslaus. Hmm hvaða fleiri orð enda á laus og lýsa ástandi....smellið á commentið.

Jæja kaffibollinn er tæmdur, alveg ágætis Espresso sem ég fékk.

Kveðja í bili og endilega smellið nú einhverju commenti hjá mér (þakka öll comment sem hafa komið, ekki misskilja mig)

Arnar Thor

Ummæli

Sif sagði…
halló beibí ;-)
Nafnlaus sagði…
Heiiiii það er komin meira en vika elsku kallinn minn síðan þú bloggaðir síðast, þetta er ekki líkt þér. Farðu nú að láta e-ð frá þér. Vona annars að þú hafir það gott gamli minn, bestu kveðjur, Ásrún.
Arnar Thor sagði…
Þakka kveðjuna kæru vinkonur. Ég blogga þegar ég er í stuði. Hreinlega ekki verið í blogghugleiðingum...kemur á næstunni.

kveðja,

Arnar Thor
Nafnlaus sagði…
grandalaus... eirðarlaus... nei ég segi nú bara svona!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Arnar...

Góðar kveðjur frá fróni,
Elín Klara
Arnar Thor sagði…
blogga innan tíðar...

Vinsælar færslur